Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. september 2021 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Spurt út í Aron - Gat leikið í Katar á sama tíma og Ísland spilaði
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er ekki með í landsliðsverkefninu sem er núna í gangi.

Þegar landsliðshópurinn var kynntur sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi: „Hann er á undirbúningstímabili og svo veikist hann. Hann er búinn að vera í einangrun í yfir viku. Það er ómögulegt að ná honum leikhæfum fyrir verkefnið."

Aron hafði þá verið greindur með Covid að sögn landsliðsþjálfarans.

Það vakti athygli að Aron spilaði á sunnudag með félagsliði sínu, Al Arabi í Katar, fyrst það var ómögulegt að ná honum leikfærum í landsleikina. Ísland spilaði einnig á sunnudag, gegn Norður-Makedóníu og á svo leik við Þýskaland á morgun.

Undirritaður spurði Arnar Þór, landsliðsþjálfara, hvers vegna Aron væri leikfær með Al Arabi en ekki með íslenska landsliðinu.

„Eins og við töluðum um þegar við tilkynntum liðið, þá var Aron með Covid og var búinn að vera slappur. Hann var á undirbúningstímabili. Á þeim tímapunkti var það alveg ljóst að hann var ekki að verða leikfær fyrir fyrsta leik," sagði Arnar.

„Við vissum í raun ekki hversu hratt það myndi ganga fyrir sig," sagði landsliðsþjálfarinn jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner