Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 07. september 2022 21:56
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Minnti menn á að það er kominn ákveðinn standard í klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúleg frammistaða, sigur og svörin eftir síðasta leik. Ég bað um það fyrir leikinn og minnti menn á að það er komin ákveðin standard í klúbbinn og frammistaðan á móti ÍBV var óásættanleg og við þurftum á þessu að halda og átti ég von á 9-0? Nei." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkina eftir 9-0 sigurinn á Leikni í Víkinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Leiknir byrjaði leikinn mjög vel, settu okkur undir pressu en um leið og við fundum svona smá leið til að leysa hana þá var miklu meiri hreyfing á mönnum, menn vildu fá boltann ólíkt leiknum á móti ÍBV og þá gékk þetta betur."

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Víkingum og liðið var ekkert að gefa eftir heldur hélt liðið áfram að keyra á Leiknismenn. 

„Okkur langaði bara að gera meira, við skulduðum okkur frammistöðu, langaði að gera meira, langaði að skora meira og okkur langaði virkilega að halda hreinu laki líka. Við erum búnir eins og alþjóð veit þá erum við búnir að vera ströggla með að að fá alltof mörg mörk á okkur í sumar. 9-0 eru ótrúleg úrslit."

Pablo Punyed var magnaður inn á miðjunni hjá Víkingum í kvöld og sýndi hann mikilvægi sitt í liðinu en hann var ekki með gegn ÍBV í síðustu umferð vegna leikbanns. 

„Já klárlega. Það er mikið talað um Pablo (Punyed) síðan hann kom til okkar, hann er bara búin að vera geggjaður og sýndi það í dag hann er bara lykilmaður í þessu liði og leikmaður sem við megum síst vera án. Hann er okkar hjarta í okkar miðjuspili og karakter líka, lætur finna fyrir sér og ég er hrikalega ánægður með hann í kvöld."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Arnar spurður hvort liðið trúi enþá á þetta en segir hann að það sé ekki raunhæft eins og staðan er í dag.

„Við náttúrlega gefumst aldrei upp á meðan það er enþá von. Það eru enþá einhverjir leikir eftir en við þurfum að fá hjálp öðrum liðum, klárlega. Við erum ekki búnir að gefast upp en þetta er ekki raunhæft eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner