Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   mið 07. september 2022 21:56
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Minnti menn á að það er kominn ákveðinn standard í klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúleg frammistaða, sigur og svörin eftir síðasta leik. Ég bað um það fyrir leikinn og minnti menn á að það er komin ákveðin standard í klúbbinn og frammistaðan á móti ÍBV var óásættanleg og við þurftum á þessu að halda og átti ég von á 9-0? Nei." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkina eftir 9-0 sigurinn á Leikni í Víkinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Leiknir byrjaði leikinn mjög vel, settu okkur undir pressu en um leið og við fundum svona smá leið til að leysa hana þá var miklu meiri hreyfing á mönnum, menn vildu fá boltann ólíkt leiknum á móti ÍBV og þá gékk þetta betur."

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Víkingum og liðið var ekkert að gefa eftir heldur hélt liðið áfram að keyra á Leiknismenn. 

„Okkur langaði bara að gera meira, við skulduðum okkur frammistöðu, langaði að gera meira, langaði að skora meira og okkur langaði virkilega að halda hreinu laki líka. Við erum búnir eins og alþjóð veit þá erum við búnir að vera ströggla með að að fá alltof mörg mörk á okkur í sumar. 9-0 eru ótrúleg úrslit."

Pablo Punyed var magnaður inn á miðjunni hjá Víkingum í kvöld og sýndi hann mikilvægi sitt í liðinu en hann var ekki með gegn ÍBV í síðustu umferð vegna leikbanns. 

„Já klárlega. Það er mikið talað um Pablo (Punyed) síðan hann kom til okkar, hann er bara búin að vera geggjaður og sýndi það í dag hann er bara lykilmaður í þessu liði og leikmaður sem við megum síst vera án. Hann er okkar hjarta í okkar miðjuspili og karakter líka, lætur finna fyrir sér og ég er hrikalega ánægður með hann í kvöld."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Arnar spurður hvort liðið trúi enþá á þetta en segir hann að það sé ekki raunhæft eins og staðan er í dag.

„Við náttúrlega gefumst aldrei upp á meðan það er enþá von. Það eru enþá einhverjir leikir eftir en við þurfum að fá hjálp öðrum liðum, klárlega. Við erum ekki búnir að gefast upp en þetta er ekki raunhæft eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner