Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   mið 07. september 2022 21:56
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Minnti menn á að það er kominn ákveðinn standard í klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúleg frammistaða, sigur og svörin eftir síðasta leik. Ég bað um það fyrir leikinn og minnti menn á að það er komin ákveðin standard í klúbbinn og frammistaðan á móti ÍBV var óásættanleg og við þurftum á þessu að halda og átti ég von á 9-0? Nei." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkina eftir 9-0 sigurinn á Leikni í Víkinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Leiknir byrjaði leikinn mjög vel, settu okkur undir pressu en um leið og við fundum svona smá leið til að leysa hana þá var miklu meiri hreyfing á mönnum, menn vildu fá boltann ólíkt leiknum á móti ÍBV og þá gékk þetta betur."

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Víkingum og liðið var ekkert að gefa eftir heldur hélt liðið áfram að keyra á Leiknismenn. 

„Okkur langaði bara að gera meira, við skulduðum okkur frammistöðu, langaði að gera meira, langaði að skora meira og okkur langaði virkilega að halda hreinu laki líka. Við erum búnir eins og alþjóð veit þá erum við búnir að vera ströggla með að að fá alltof mörg mörk á okkur í sumar. 9-0 eru ótrúleg úrslit."

Pablo Punyed var magnaður inn á miðjunni hjá Víkingum í kvöld og sýndi hann mikilvægi sitt í liðinu en hann var ekki með gegn ÍBV í síðustu umferð vegna leikbanns. 

„Já klárlega. Það er mikið talað um Pablo (Punyed) síðan hann kom til okkar, hann er bara búin að vera geggjaður og sýndi það í dag hann er bara lykilmaður í þessu liði og leikmaður sem við megum síst vera án. Hann er okkar hjarta í okkar miðjuspili og karakter líka, lætur finna fyrir sér og ég er hrikalega ánægður með hann í kvöld."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Arnar spurður hvort liðið trúi enþá á þetta en segir hann að það sé ekki raunhæft eins og staðan er í dag.

„Við náttúrlega gefumst aldrei upp á meðan það er enþá von. Það eru enþá einhverjir leikir eftir en við þurfum að fá hjálp öðrum liðum, klárlega. Við erum ekki búnir að gefast upp en þetta er ekki raunhæft eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner