Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 07. september 2022 21:56
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Minnti menn á að það er kominn ákveðinn standard í klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúleg frammistaða, sigur og svörin eftir síðasta leik. Ég bað um það fyrir leikinn og minnti menn á að það er komin ákveðin standard í klúbbinn og frammistaðan á móti ÍBV var óásættanleg og við þurftum á þessu að halda og átti ég von á 9-0? Nei." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkina eftir 9-0 sigurinn á Leikni í Víkinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Leiknir byrjaði leikinn mjög vel, settu okkur undir pressu en um leið og við fundum svona smá leið til að leysa hana þá var miklu meiri hreyfing á mönnum, menn vildu fá boltann ólíkt leiknum á móti ÍBV og þá gékk þetta betur."

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Víkingum og liðið var ekkert að gefa eftir heldur hélt liðið áfram að keyra á Leiknismenn. 

„Okkur langaði bara að gera meira, við skulduðum okkur frammistöðu, langaði að gera meira, langaði að skora meira og okkur langaði virkilega að halda hreinu laki líka. Við erum búnir eins og alþjóð veit þá erum við búnir að vera ströggla með að að fá alltof mörg mörk á okkur í sumar. 9-0 eru ótrúleg úrslit."

Pablo Punyed var magnaður inn á miðjunni hjá Víkingum í kvöld og sýndi hann mikilvægi sitt í liðinu en hann var ekki með gegn ÍBV í síðustu umferð vegna leikbanns. 

„Já klárlega. Það er mikið talað um Pablo (Punyed) síðan hann kom til okkar, hann er bara búin að vera geggjaður og sýndi það í dag hann er bara lykilmaður í þessu liði og leikmaður sem við megum síst vera án. Hann er okkar hjarta í okkar miðjuspili og karakter líka, lætur finna fyrir sér og ég er hrikalega ánægður með hann í kvöld."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Arnar spurður hvort liðið trúi enþá á þetta en segir hann að það sé ekki raunhæft eins og staðan er í dag.

„Við náttúrlega gefumst aldrei upp á meðan það er enþá von. Það eru enþá einhverjir leikir eftir en við þurfum að fá hjálp öðrum liðum, klárlega. Við erum ekki búnir að gefast upp en þetta er ekki raunhæft eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir