Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 07. september 2022 21:56
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Minnti menn á að það er kominn ákveðinn standard í klúbbinn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ótrúleg frammistaða, sigur og svörin eftir síðasta leik. Ég bað um það fyrir leikinn og minnti menn á að það er komin ákveðin standard í klúbbinn og frammistaðan á móti ÍBV var óásættanleg og við þurftum á þessu að halda og átti ég von á 9-0? Nei." voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkina eftir 9-0 sigurinn á Leikni í Víkinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Leiknir byrjaði leikinn mjög vel, settu okkur undir pressu en um leið og við fundum svona smá leið til að leysa hana þá var miklu meiri hreyfing á mönnum, menn vildu fá boltann ólíkt leiknum á móti ÍBV og þá gékk þetta betur."

Staðan í hálfleik var 5-0 fyrir Víkingum og liðið var ekkert að gefa eftir heldur hélt liðið áfram að keyra á Leiknismenn. 

„Okkur langaði bara að gera meira, við skulduðum okkur frammistöðu, langaði að gera meira, langaði að skora meira og okkur langaði virkilega að halda hreinu laki líka. Við erum búnir eins og alþjóð veit þá erum við búnir að vera ströggla með að að fá alltof mörg mörk á okkur í sumar. 9-0 eru ótrúleg úrslit."

Pablo Punyed var magnaður inn á miðjunni hjá Víkingum í kvöld og sýndi hann mikilvægi sitt í liðinu en hann var ekki með gegn ÍBV í síðustu umferð vegna leikbanns. 

„Já klárlega. Það er mikið talað um Pablo (Punyed) síðan hann kom til okkar, hann er bara búin að vera geggjaður og sýndi það í dag hann er bara lykilmaður í þessu liði og leikmaður sem við megum síst vera án. Hann er okkar hjarta í okkar miðjuspili og karakter líka, lætur finna fyrir sér og ég er hrikalega ánægður með hann í kvöld."

Víkingur Reykjavík er núna níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og var Arnar spurður hvort liðið trúi enþá á þetta en segir hann að það sé ekki raunhæft eins og staðan er í dag.

„Við náttúrlega gefumst aldrei upp á meðan það er enþá von. Það eru enþá einhverjir leikir eftir en við þurfum að fá hjálp öðrum liðum, klárlega. Við erum ekki búnir að gefast upp en þetta er ekki raunhæft eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner