Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. september 2022 18:21
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Víkings og Leiknis: Pablo og Erlingur inn - Tveir fæddir 2008 í hóp hjá Leikni
Pablo Punyed er mættur til baka eftir leikbann
Pablo Punyed er mættur til baka eftir leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 19:15 hefst leikur Víkings og Leiknis í Bestu deild karla en um er að ræða leik sem átti að fara fram í 15.umferð deildarinnar en vegna þáttöku Víkinga í Evrópu þurfti að spila þennan leik í kvöld. 

Bæði lið sætta sig ekki við neitt annað en þrjú stig hér í kvöld. Víkingar sitja fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 36.stig og getur lið með sigri saxað forskot Blika niður í 9.stig. Leiknismenn sitja í neðsta sæti deildarinnar með 14.stig og er liðið tveimur stigum frá FH sem er í næst neðsta sæti. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍBV á sunnudaginn. Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson sem voru í leikbanni í síðasta leik koma beint inn í liðið. Þá kemur Helgi Guðjónsson einnig inn í liðið. Halldór Smári Sigurðsson, Danijel Dejan Djuric og Arnór Borg Guðjohnsen fá sér sæti á bekknum. Athygli vekur að Logi Tómasson er í byrjunarlliði Víkinga í kvöld en hann fékk rosalegan heilahristing gegn ÍBV. 

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir einnig þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn FH. Adam Örn Arnarsson, Róbert Quental Árnason og Mikkel Jakobsen koma allir inn í liðið. Brynjar Hlöðversson, Róbert Hauksson og Hjalti Sigurðarson eru allir meiddir og því ekki í leikmannahópi Leiknis í kvöld. Athygli vekur að tveir leikmenn fæddir 2008 eru í hóp hjá Leikni í kvöld en það eru þeir Karan Gurung og Egill Ingi Benediktsson. 


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
20. Júlíus Magnússon (f)

Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Róbert Quental Árnason
7. Adam Örn Arnarson
10. Kristófer Konráðsson
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
28. Zean Dalügge
80. Mikkel Jakobsen
Athugasemdir
banner
banner
banner