Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. september 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
England og Spánn fóru í gegnum undankeppnina án þess að fá á sig mark
Enska liðið er á góðu róli
Enska liðið er á góðu róli
Mynd: EPA
Evrópumeistaralið Englands vann Lúxemborg, 10-0, í síðasta leik liðsins í undankeppni HM í gærkvöldi og fór því í gegnum keppnina með hundrað prósent sigurhlutfall.

Georgia Stanway og Bethany England skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en hin sex mörkin dreifðust á sex leikmenn.

England skoraði samtals 80 mörk í undankeppninni og fékk ekki á sig eitt einsta mark.

Evrópumeistarararnir tryggðu sér farseðilinn örugglega á HM í Ástralíu og Nýja-SJálandi og það með stæl.

England var ekki eina liðið sem vann alla sína leiki í undankeppninni því Spánn gerði það sama. Spánn var í fimm liða riðli og vann alla átta leiki sína.

Spánn skoraði 53 mörk og fékk ekki á sig mark. Magnaður árangur hjá þessum liðum sem eru talin afar sigurstrangleg fyrir HM.

Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Holland, Ítalía, Frakkland og Þýskaland eru einnig komin inn á HM eftir að hafa unnið sína riðla.
Athugasemdir
banner
banner