Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
   þri 02. september 2025 09:21
Elvar Geir Magnússon
Akanji til Inter (Staðfest)
Mynd: Inter
Svissneski varnarmaðurinn Manuel Akanji er kominn til ítalska liðsins Inter á láni frá Manchester City út tímabilið.

Akanji hefur verið hjá City síðan hann kom frá Borussia Dortmund 2023. Hann var í stóru hlutverki hjá City þegar liðið vann þrennuna 2022-23.

Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar það tímabil, sem var einmitt gegn Inter.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter borgi um 1 milljón evra í lánskostnað fyrir hinn 30 ára gamla Akanji og að uppfylltum ákvæðum sé félagið með möguleika á að kaupa hann fyrir 15 milljónir evra eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner