Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. október 2019 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk Pique viljandi gult spjald? - Nær leiknum gegn Real Madrid
Gerard Pique
Gerard Pique
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca sakar Gerard Pique, varnarmann Barcelona, um að hafa nælt sér viljandi í gult spjald í 4-0 sigrinum á Sevilla í gærkvöldi.

Pique var með fjögur gul spjöld á tímabilinu fyrir leikinn í gær en leikmenn fara í eins leiks bann þegar fimmta spjaldið fer á loft.

Spænski varnarmaðurinn nældi sér í spjald fyrir að sparka boltanum af velli er staðan var 4-0 fyrir Barcelona. Þetta þýðir það að Pique spilar ekki næsta leik eftir landsleikjahlé með Börsungum en mætir svo ferskur gegn Real Madrid í El Clasico.

Marca segir að Pique hafi gert þetta viljandi til að eiga ekki í hættu á að missa af stórleiknum en Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, fékk tveggja leikja bann fyrir að næla sér viljandi í spjald gegn Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðsata tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner