Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. október 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Firmino sé mikilvægari en Salah
Roberto Firmino og Mohamed Salah
Roberto Firmino og Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, telur að það yrði meira högg fyrir félagið að missa Roberto Firmino heldur en Mohamed Salah og Sadio Mane.

Salah var markahæsi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð á síðustu leiktíð en hann hefur verið gríðarlega mikilvægur í sóknarleik liðsins.

Hann meiddist gegn Leicester um helgina eftir tæklingu frá Hamza Choudury en ljóst er að hann þarf að haldast heill á þessu tímabili til að auka möguleika liðsins á að vinna ensku úrvalsdeildina.

McAteer telur þó að það sé annar leikmaður sem er töluvert mikilvægari.

„Það er einn leikmaður sem er ómissandi í sóknarleik Liverpool og það er Roberto Firmino. Gleymið Sadio Mane og Mohamed Salah, því það er Firmino sem er potturinn og pannan þegar það kemur að sóknarleiknum. Ef Liverpool myndi missa Firmino þá myndi það hafa meiri áhrif en ef Salah og Mane væru ekki tiltækir."

„Horfðu á Ofurbikarin í Evrópu þar sem Liverpool spilaði tvo gjörólíka hálfleiki. Fyrri hálfleikurinn var án Firmino og síðari með Firmino. Hann er mikilvægastur í þessu pússli,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner