Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 07. október 2020 21:08
Elvar Geir Magnússon
Samkvæmt reglum verður ekki spilað í íslenska boltanum til 19. október
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mikil óvissa ríkir um áframhaldandi mótahald í íslenska boltanum en miðað við reglugerðir KSÍ er ljóst að ekki verður spilað næstu tvær vikurnar eða svo.

KSÍ tilkynnti í kvöld að öllu mótahaldi yrði frestað um viku og staðan svo endurmetin.

Miðað við reglur er þó ljóst að íslenska boltanum verður frestað lengur því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu verði stöðvað næstu tvær vikur.

Í reglugerð KSÍ „um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19)" stendur skýrt að fresta skuli öllum leikjum ef sóttvarnalæknir mælist til þess.

„Verði knattspyrnuleikir meistaraflokka bannaðir með reglum útgefnum af heilbrigðisráðherra eða mælist sóttvarnarlæknir til þess að þeir fari ekki fram vegna heimsfaraldurs kórónaveiru, skal mótanefnd KSÍ fresta öllum leikjum sem eru á dagskrá á þeim tíma sem bannið eða tilmælin taka til," segir í 2. grein reglugerðarinnar.

Miðað við þetta er ljóst að ekki er hægt að hefja keppni á Íslandsmótinu aftur fyrr en 19. október í fyrsta lagi, þrátt fyrir tilkynningu KSÍ sem ekki samræmist reglugerð sambandsins.

Næstu leikir í Pepsi Max-deild karla eru settir á 15. október og tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni sem áttu að fara fram næstu tvo laugardaga. Í kvöld átti að spila í Pepsi Max-deild kvenna en leik Fylkis og KR var frestað.

Sjá einnig:
Svona endar Íslandsmótið ef keppni verður hætt
Athugasemdir
banner
banner
banner