Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 07. október 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Stefán Teitur gerði fjögurra ára samning - „Get hjálpað liðinu"
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Silkeborg
Á sunnudagskvöld var það staðfest að miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson væri á leið í raðir danska félagsins Silkeborg.

Þessi 21 árs Skagamaður er nú búinn í læknisskoðun hjá félaginu og í kjölfarið var formlega gengið frá samningi við hann til 2024.

„Þetta er rétt skref fyrir mig. Ég er að þróast sem leikmaður og hef spilað í tvö ár í efstu deild á Íslandi og með U21 landsliðinu. Ég er handviss um að ég geti hjálpað Silkeborg að ná sínum markmiðum og félagið getur hjálpað mér í minni þróun sem fótboltamaður og manneskja," segir Stefán Teitur.

Stefán Teitur hefur verið meðal betri leikmanna Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er hann búinn að gera 8 mörk í 17 leikjum. Silkeborg leikur í dönsku B-deildinni og er með tólf stig eftir sex umferðir þar.

„Stefán passar vel inn í okkar leikmannahóp þar sem hann mun frá fyrsta degi gera tilkall í byrjunarliðið. Hann er leikmaður sem getur orðið enn betri og við viljum hjálpa honum að bæta sig því það hagnast bæði okkur og honum," segir Jesper Stüker, yfirmaður fótboltamála hjá Silkeborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner