Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. október 2020 14:26
Elvar Geir Magnússon
Tierney og tveir aðrir leikmenn Skotlands detta úr hópnum eftir Covid skimun
Kieran Tierney er kominn í sóttkví.
Kieran Tierney er kominn í sóttkví.
Mynd: Getty Images
Skotland mætir Ísrael annað kvöld í umspili fyrir EM alls staðar en skoska liðið hefur orðið fyrir áfalli eftir að Stuart Armstrong, miðjumaður Southampton, greindist með veiruna.

Tveir aðrir landsliðsmenn Skotlands missa einnig af leiknum þar sem þeir þóttu hafa verið í það miklu samskiptum við Armstrong.

Það eru Kieran Tierney, varnarmaður Arsenal, og Ryan Christie, sóknarmaður Celtic. Þeir þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga og missa því einnig af tveimur Þjóðadeildarleikjum.

Einnig þarf nuddari skoska liðsins og sjúkraþjálfari að fara í sóttkví.

Tierney verður ekki með Arsenal gegn Manchester City þann 17. október þar sem hann verður þá í sóttkví.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner