Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 07. nóvember 2019 13:41
Magnús Már Einarsson
Hamren og Freysi vildu ekki tjá sig um handtöku Kolbeins
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK og íslenska landsliðsins, var handtekinn í Svíþjóð í síðustu viku eftir læti á skemmtistað.

Kolbeinn spilaði með AIK í lokaumferðinni í Svíþjóð á laugardag og skoraði gegn Sundsvall. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net skoðaði AIK málið og taldi að Kolbeinn hefði ekki verið sekur.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, og Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, vildu lítið tjá sig um málið á fréttamannafundi í dag.

„Ég get ekki sagt neitt. Ég vil ekki tala um þessa hluti. Þetta er á milli leikmannsins og félagsins. Ég vil ekkert tjá mig um þetta. Ég vil einbeita mér að fótboltanum," sagði Erik Hamren á fréttamannafundi í dag aðspurður út í málið.

„Við erum í góðu sambandi við Kolbein varðandi öll hans mál. Ég ætla ekki að kommenta á hans mál hérna annað en að við erum í stöðugu sambandi við hann um hans mál og það snýst aðallega um fótboltalegu hliðina," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Kolbeinn er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu en hann jafnaði í síðasta mánuði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner