Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. nóvember 2019 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Býst við að vinna svona lið á heimavelli
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var sáttur með skyldusigur á Partizan frá Serbíu í Evrópudeildinni á Old Trafford.

„Við þurftum á sigri að halda og við þurftum einnig á frammistöðu að halda þar sem strákarnir myndu vilja sækja og skora meira en eitt mark," sagði Solskjær við BT Sport.

„Við hefðum getað skorað miklu fleiri mörk, en við erum ánægðir og það var mikilvægt að ná í stigin."

„Þú býst við því að vinna svona lið á heimavelli. Engin vanvirðing gagnvart Partizan, vegna þess að þeir gáfu okkur erfiðan leik í Serbíu, en á heimavelli þá býstu við að vinna. Við hefðum átt að klára leikinn á fyrstu 10 mínútunum, en að fara 2-0 yfir í hálfleikinn gaf okkur sjálfstraust."

Solskjær segir að stefnan sé núna á að reyna að komast í topp fjóra í ensku úrvalsdeildinni. United mætir Brighton á Old Trafford á sunnudag.

United er fyrir helgina í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig, tíu stigum frá Chelsea í fjórða sætinu.

„Það er alltaf gott fyrir leikmennina að skora mörk og fá sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagurinn er vegna þess að við viljum líta upp í efstu fjögur sætin," sagði Ole Gunnar Solskjær.

Sjá einnig:
Rashford: Við viljum vinna riðilinn
Athugasemdir
banner