Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Diallo með bæði mörkin í fyrsta sigri Man Utd - Orri skoraði í tapi
Amad Diallo var aðalmaðurinn hjá United
Amad Diallo var aðalmaðurinn hjá United
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta Evrópumark sitt með Sociedad
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta Evrópumark sitt með Sociedad
Mynd: Getty Images
Manchester United náði í sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið lagði gríska meistaraliðið PAOK að velli, 2-0, á Old Trafford. Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson skoraði þá eina mark Real Sociedad í svekkjandi 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi.

United hafði gert þrjú jafntefli í Evrópudeildinni á tímabilinu og því beðið nokkuð lengi eftir því að geta fagnað fyrsta sigri tímabilsins í Evrópu.

Stuðningsmenn United hafa eflaust verið svekktir með fyrri hálfleikinn gegn PAOK í kvöld. Gæðin á síðasta þriðjungnum voru ekki mikil, en það batnaði aðeins í þeim síðari.

Amad Diallo kom United á bragðið á 50. mínútu. Bruno Fernandes átti fallega fyrirgjöf á fjærstöng á Diallo sem stökk upp og stangaði boltann í fjærhornið.

Fílabeinsstrendingurinn gerði annað mark sitt á 77. mínútu og var það heldur glæsilegt, ekki bara hvernig hann kláraði færið heldur áræðnin og viljinn í aðdragandanum. Diallo vann boltann af varnarmanni PAOK, sýndi styrk sinn og náði að hrista varnarmanninn af sér áður en hann setti boltann á vinstri fótinn og kortlagði hann í fjærhornið. Geggjuð frammistaða hjá Diallo.

Diallo fékk ekki tækifæri á að fullkomna þrennuna en Ruud van Nistelrooy tók hann af velli nokkrum mínútum síðar og inn kom Mason Mount.

United sigldi sigrinum örugglega heim og er nú komið með sex stig eftir fjóra leiki.

Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk tækifærið í byrjunarliði Real Sociedad og þakkaði fyrir það með marki í svekkjandi 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi.

Orri hafði skorað tvö mörk fyrir Sociedad í deildinni en átti eftir að opna markareikning sinn í Evrópu.

Sociedad lenti marki undir á 13. mínútu en Orri jafnaði rúmum tuttugu mínútum síðar með góðum skalla eftir fyrirgjöf Mikel Oyarzabal.

Orri var mjög líflegur í leiknum og fékk 7,9 í einkunn á FotMob. Ásamt því að skora eina mark Sociedad þá var hann duglegur að finna samherja sína í leiknum og skapaði meðal annars nokkur góð færi og vann flest einvígi sín á vellinum.

Undir lok leiks skoraði Plzen sigurmark sem var örlítill heppnisstimpill yfir. Skot Daniel Vasulin fór af varnarmanni og í vinstra hornið. Alex Remiro var farinn í hitt hornið og gat því lítið gert í markinu.

Sociedad er með 4 stig úr fjórum leikjum en liðið á eftir að mæta Ajax, Dynamo Kiev, Lazio og PAOK.

Kristian Nökkvi Hlynsson var ónotaður varamaður hjá Ajax sem vann 5-0 stórsigur á Maccabi Tel Aviv.

Ajax 5 - 0 Maccabi Tel Aviv
1-0 Bertrand Traore ('14 )
2-0 Kenneth Taylor ('27 )
3-0 Mika Godts ('39 )
4-0 Brian Brobbey ('61 )
5-0 Kian Fitz Jim ('69 )

AZ 3 - 1 Fenerbahce
1-0 Ro-Zangelo Daal ('59 )
1-0 Youssef En-Nesyri ('62 , Misnotað víti)
1-1 Youssef En-Nesyri ('70 )
2-1 Kees Smit ('75 )
3-1 Denso Kasius ('87 )

Dynamo K. 0 - 4 Ferencvaros
0-1 Barnabas Varga ('54 )
0-2 Kristoffer Zachariassen ('56 )
0-3 Barnabas Varga ('67 )
0-4 Matheus Saldanha ('76 )
Rautt spjald: Vladislav Dubinchak, Dynamo K. ('17)

Lazio 2 - 1 Porto
1-0 Alessio Romagnoli ('45 )
1-1 Stephen Eustaquio ('66 )
2-1 Pedro ('90 )

Manchester Utd 2 - 0 PAOK
1-0 Amad Diallo ('50 )
2-0 Amad Diallo ('77 )

Rigas FS 1 - 1 Anderlecht
0-1 Mario Stroeykens ('85 )
1-1 Moussa NDiaye ('90 , sjálfsmark)

Hoffenheim 2 - 2 Lyon
1-0 Valentin Gendrey ('46 )
1-1 Abner ('66 )
2-1 Umut Tohumcu ('90 )
2-2 Alexandre Lacazette ('90 )

Plzen 2 - 1 Real Sociedad
1-0 Prince Kwabena Adu ('13 )
1-1 Orri Oskarsson ('35 )
2-1 Daniel Vasulin ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner