Kylian Mbappe sóknarmaður Real Madrid var ekki valinn í franska landsliðshópinn sem mætir Ísrael og Ítalíu í Þjóðadeildinni í komandi glugga.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka segist hafa tekið þessa ákvörðun að þessu sinni. Leikmaðurinn sjálfur hefði viljað vera með hópnum í þessu verkefni.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka segist hafa tekið þessa ákvörðun að þessu sinni. Leikmaðurinn sjálfur hefði viljað vera með hópnum í þessu verkefni.
Mbappe hefur verið í basli síðan hann gekk í raðir Real Madrid frá Paris St-Germain í sumar og fengið mikla gagnrýni.
„Ég spjallaði við hann. Þessi ákvörðun tengist bara þessum tveimur leikjum. Kylian vildi koma," sagði Deschamps á fréttamannafundi.
Mbappe hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar og hefur ekki fengið að spila sína uppáhalds stöðu á vinstri vængnum þar sem Vinicius Junior á þá stöðu hjá Madrídingum. Mbappe hefur verið látinn spila sem 'nía' og ekki náð að aðlagast því.
???????? ???????????????????? pour le dernier rassemblement de l’année de nos Bleus ????
— Equipe de France ?? (@equipedefrance) November 7, 2024
Félicitations à Lucas Chevalier pour sa première dans le groupe ????????????#FiersdetreBleus pic.twitter.com/RIS2oyWvAA
Athugasemdir