Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Sigur hjá Andra og félögum
Andri Lucas spilaði í sigri Gent
Andri Lucas spilaði í sigri Gent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í belgíska liðinu Gent unnu annan leik sinn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Landsliðsmaðurinn var á sínum stað í byrjunarliði Gent sem lagði kýpverska liðið Omonia að velli, 1-0. Ísraelski leikmaðurinn Omri Gandelman skoraði eina markið á 31. mínútu.

Andri fór af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Gent er nú komið með 6 stig úr þremur leikjum.

Gent mætir næst Lugano þann 28. nóvember en leikurinn fer fram á heimavelli Lugano.

Úrslit og markaskorarar:

Petrocub 0 - 3 Rapid
0-1 Bendeguz Bolla ('13 )
0-2 Guido Burgstaller ('53 )
0-3 Guido Burgstaller ('79 )

Backa Topola 4 - 1 Lugano
1-0 Petar Stanic ('4 )
2-0 Milos Pantovic ('59 )
2-1 Mohamed Belhaj Mahmoud ('61 )
3-1 Petar Stanic ('62 )
4-1 Milos Pantovic ('83 )
Rautt spjald: Mattia Bottani, Lugano ('89)

HJK Helsinki 0 - 2 Olimpija
0-1 Marko Brest ('57 )
0-2 Peter Agba ('68 )

Gent 1 - 0 Omonia
1-0 Omri Gandelman ('31 )

Legia 4 - 0 Dinamo Minsk
1-0 Luquinhas ('10 )
2-0 Marc Gual ('51 , víti)
3-0 Luquinhas ('55 )
4-0 Marc Gual ('59 )

Pafos FC 1 - 0 Astana
1-0 Anderson Silva ('87 )

Shamrock 2 - 1 TNS
0-1 Jordan Williams ('14 )
1-1 Johnny Kenny ('23 )
2-1 Dylan Watts ('38 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner