Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 07. nóvember 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Ýmislegt áhugavert í síðasta hópnum hjá Carsley
Lee Carsley.
Lee Carsley.
Mynd: EPA
Harwood-Bellis er í hópnum.
Harwood-Bellis er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Lee Carsley hefur opinberað sinn síðasta landsliðshóp en hann lætur af störfum sem bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins eftir komandi glugga. Þá tekur Thomas Tuchel við stjórnartaumunum til frambúðar.

England mætir Grikklandi þann 14. nóvember og svo Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Írlandi þremur dögum síðar. Það eru síðustu leikir Englands í riðli liðsins í Þjóðadeildinni.

Taylor Harwood-Bellis varnarmaður Southampton og Lewis Hall bakvörður Newcastle eru meðal þeirra sem valdir eru en þeir eru nýliðar.

John Stone varnarmaður Manchester City er ekki í hópnum, Aaron Ramsdale er valinn framyfir Nick Pope markvörð Newcastle. Kobbie Mainoo og Harry Maguire leikmenn Manchester United missa af leikjunum vegna meoðsla.

Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Southampton)

Varnarmenn: Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Levi Colwill (Chelsea), Rico Lewis (Manchester City), Kyle Walker (Manchester City), Lewis Hall (Newcastle), Taylor Harwood-Bellis (Southampton)

Miðjumenn: Conor Gallagher (Atletico Madrid), Declan Rice (Arsenal), Cole Palmer (Chelsea), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Angel Gomes (Lille), Phil Foden (Manchester City), Jude Bellingham (Real Madrid), Curtis Jones (Liverpool).

Sóknarmenn: Jack Grealish (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa), Dominic Solanke (Tottenham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner