Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola óskaði sínu liði til hamingju
Mynd: Getty Images
„Já, við töpuðum 2-1, en ég óska mínu liði til hamingju. Leikmennirnir mínir voru frábærir, við erum frábært lið," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, eftir tap gegn nágrönnunum í Manchester United.

Man City, sem er Englandsmeistari síðustu tveggja tímabila, eru núna 14 stigum frá toppliði Liverpool eftir 16 leiki.

„Þeir (United) eru svo fljótir, svo snöggir. Við reyndum, við komumst mjög oft á síðasta þriðjunginn," sagði Guardiola og í viðtali við Sky Sports sagði hann: „Við ýttum á þá, við sköpuðum færi. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna og sé ekki eftir neinu."

„Við verðum að reyna að halda áfram, það er margt að spila fyrir. Þetta er erfitt vegna þess að andstæðingarnir eru á ótrúlegu skriði og hafa unnið 15 af 16 leikjum sínum."

Man City sendi frá sér yfirlýsingu vegna kynþáttafordóma á vellinum eftir leikinn. Um það sagði Guardiola: „Þetta er ekki ásættanlegt. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu og ég styð það."

Sjá einnig:
Aldrei gengið eins illa hjá Guardiola
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner