Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 07. desember 2019 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Son með mark tímabilsins?
Tottenham er 3-0 yfir í hálfleik gegn Burnley og skoraði Son Heung-min þriðja mark leiksins.

Son lagði af stað með boltann rétt fyrir utan eigin vítateig og spretti upp völlinn, í gegnum hálft liðið hjá Burnley, og kláraði með marki.

Þetta er vafalítið besta mark tímabilsins hingað til og verður erfitt að toppa þetta ótrúlega einstaklingsframtak.

Myndband af atvikinu er hægt að sjá með að smella hér.

Hér er svo hægt að sjá markið með kóreskri lýsingu, sem er kostulegt.
Athugasemdir
banner
banner