Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 07. desember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Framtíð Jóns Þórs ræðst í dag eða á morgun
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ stefnir á að funda með Jóni Þór Haukssyni, landsliðsþjálfara kvenna, síðar í dag eða í fyrramálið þegar hann verður laus úr heimkomusóttkví.

Jón Þór hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir atvik sem komu upp í fögnuði íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í síðustu viku eftir að sæti á EM var tryggt. Jón Þór var undir áhrifum áfengis og þótti hafa farið yfir strikið í samræðum við leikmenn sem sumar voru í uppnámi.

Talið er að starf Jóns Þórs hangi á bláþræði en KSÍ ætlar að funda með honum um leið og hann losnar úr sóttkví.

„Það verður fundað með Jóni Þóri í dag eða í fyrramálið og farið yfir stöðuna og málið í heild sinni," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

„Við ætlum að setjast yfir þetta mál til að leiða það lykta. Við þurfum að hittast í persónu. Hann er í sóttkví og losnar síðar í dag."

Jón Þór gerði tveggja ára samning við KSÍ árið 2018 en ekki er þó ljóst hvort að sá samningur hafi framlengst sjálfkrafa fyrst liðið er á leið á EM 2022. „Það er trúnaðarmál hvernig sá samningur er," sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner