Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. desember 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Léleg frammistaða hjá okkur
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði gegn Everton í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu.

Frammistaða Arsenal var ekki uppá marga fiska og MIkel Arteta stjóri liðsins var ekki sáttur.

„Nei, við vorum að stjórna leiknum, við fengum engin færi á okkur fyrr en þeir skora eftir aukaspyrnuna [sem var síðan dæmt af], en ég var ekki sáttur með frammistöðuna," sagði Arteta aðspurður út í frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik.

„Í seinni hálfleik reyndum við meira en það voru lélegar sendingar og snertingar á boltann, við náðum ekki að koma boltanum á síðasta þriðjung, svo fengum við lélegt mark á okkur."

Það kom upp vafaatriði í leiknum þar sem Ben Godfrey steig á andlitið á Tomiyasu. Arteta vildi lítið tjá sig um það.

„Ég veit það ekki, þetta var niðurstaðan. Ég er viss um að þetta hafi verið skoðað í VAR. Ég vildi bara meira frá liðinu mínu."-
Athugasemdir
banner
banner
banner