
Eins og mikið hefur verið fjallað um, þá byrjaði Cristiano Ronaldo á varamannabekknum gegn Sviss í 16-liða úrslitunum í gær.
Ronaldo var geymdur á bekknum stærsta hluta leiksins er Portúgal rúllaði yfir Sviss, 6-1.
Fyrir leikinn í gær hafði Ronaldo spilað 514 mínútur í útsláttarkeppni HM án þess að skora. Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú á 67 mínútum. Hinn 37 ára gamli Ronaldo er á niðurleið á sínum ferli og margir velta því fyrir sér hvort hann haldi aftur af portúgalska liðinu.
Ronaldo var auðvitað fúll með að vera á bekknum en hann fór á Instagram seint í gærkvöldi og óskaði liðinu til hamingju með sigurinn. „Það verður að óska liðinu til hamingju með sigurinn. Draumurinn er lifandi," skrifaði Ronaldo við myndir á samfélagsmiðlum.
Ronaldo er félagslaus eftir að samningi hans við Manchester United var rift og hann vonaðist til þess að frammistaða sín á HM myndi lokka stórlið í að taka upp veskið en svo verður líklega ekki. Líklegra er að hann endi í Sádí-Arabíu líkt og hefur verið rætt um.
Sjá einnig:
Ofurstjarnan sem allir telja sig vera betri án
Athugasemdir