AC Milan er við æfingar í Dubai þessa dagana en Zlatan Ibrahimovic ætlar sér að snúa til baka eftir löng meiðsli og æfa með liðinu þar.
Hann hefur verið að berjast við meiðsli á hné lengi en hann fór í aðgerð í maí og hefur verið frá síðan.
Hann hefur verið að æfa einn með einkaþjálfara undanfarið en ætlar sér að mæta til æfinga í Dubai.
Serie A hefst aftur fjórða janúar en hann þarf að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri. Sky Sports Italia greinir frá því að hann gæti byrjað að spila í lok janúar.
Athugasemdir