Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. janúar 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Mjög lítill áhugi Spánverja á nýja Ofurbikarnum
Barcelona mætir Atletico Madrid
Barcelona mætir Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Ofurbikar Spánar er spilaður með nýju fyrirkomulagi að þessu sinni en fjögur lið mætast í Sádi-Arabíu.

Valencia leikur gegn Real Madrid í kvöld og Barcelona gegn Atletico Madrid á morgun. Úrslitaleikurinn verður svo á sunnudagskvöld.

Spænskir stuðningsmenn virðast ekki mjög spenntir fyrir þessari nýju útfærslu. Valencia hefur selt 27 miða og Atletico Madrid 50.

Barcelona hefur selt um 300 og Real Madrid tæplega 700. Flestir miðarnir eru keyptir af fólki sem eru í nágrenni við keppnisvöllinn í Sádi-Arabíu.

Það eru ákaflega fáir sem eru að ferðast til að horfa á keppnina en mætingin á leikina verður þó góð. 10 þúsund miðar eru eftir á leikinn í kvöld en uppselt er á leik Barca og Atletico sem fram fer á morgun.

Spænska knattspyrnusambandið fær gríðarlegar fjárhæðir frá Sádi-Arabíu fyrir að halda keppnina í landinu. Gerður var þriggja ára samningur

Mjög takmarkaður áhugi virðist vera hjá spænskum fótboltaáhugamönnum sem sést meðal annars í því að ríkisstöðin TVE hætti við að sækjast eftir sjónvarpsréttinum.
Athugasemdir
banner
banner