Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 08. janúar 2021 22:12
Aksentije Milisic
Markaskorari Villa skipti á treyjum við Fabinho - Hljóp og tók treyjuna sína til baka
Hinn ungi Louie Barry skoraði mark Aston Villa í kvöld sem tapaði gegn Liverpool í FA bikarnum á Villa Park.

Eins og flestir vita var allt aðallið Villa í sóttkví og því fékk unglingaliðið það verðuga verkefni að spreyta sig gegn Englandsmeisturunum.

Eftir lokaflautið fór Louie Barry til Fabinho og fékk að skiptast á treyjum með honum. Þegar því var lokið og Fabinho var mættur inn í göngin þá kom starfsmaður Aston Villa að Barry og sagði við hann að það væri nú sniðugt að eiga treyjuna sem hann spilaði í sínum fyrsta leik fyrir aðalliðið og skoraði.

Þegar Barry fattaði að það væri ekki vitlaus hugmynd hljóp hann á eftir Fabinho og inn í göngin. Þar náði hann á Fabinho sem brosti og lét Barry fá treyjuna aftur. Barry fékk að sjálfsögðu að eiga treyju Fabinho.


Athugasemdir
banner