Hinn ungi Louie Barry skoraði mark Aston Villa í kvöld sem tapaði gegn Liverpool í FA bikarnum á Villa Park.
Eins og flestir vita var allt aðallið Villa í sóttkví og því fékk unglingaliðið það verðuga verkefni að spreyta sig gegn Englandsmeisturunum.
Eftir lokaflautið fór Louie Barry til Fabinho og fékk að skiptast á treyjum með honum. Þegar því var lokið og Fabinho var mættur inn í göngin þá kom starfsmaður Aston Villa að Barry og sagði við hann að það væri nú sniðugt að eiga treyjuna sem hann spilaði í sínum fyrsta leik fyrir aðalliðið og skoraði.
Þegar Barry fattaði að það væri ekki vitlaus hugmynd hljóp hann á eftir Fabinho og inn í göngin. Þar náði hann á Fabinho sem brosti og lét Barry fá treyjuna aftur. Barry fékk að sjálfsögðu að eiga treyju Fabinho.
Louie Barry swapped shirts with Fabinho, remembered it was his debut, asked Fabinho for it back and got to keep Fabinho's shirt too. Great night for him.
— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) January 8, 2021
Athugasemdir