Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 09:35
Magnús Már Einarsson
Newcastle vill þrjá frá Manchester United
Powerade
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með slúður í janúar glugganum.



Erol Bulut, þjálfari Fenerbahce, segir að staða Mesut Özil (32) ætti að skýrast á næstu dögum en hann hefur verið orðaður við félagið. (Mirror)

Lionel Messi (33) er búinn að segja Neymar að hann ætli að yfirgefa Barcelona næsta sumar og ganga í raðir PSG. (Star)

Manchester City er nálægt því að fá 'mini Messi' Dario Sarmiento. Hinn 17 ára Dario spilar á kantinum hjá Estudiantes í heimalandinu. (Talksport)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, vill fá þrjá leikmenn á láni frá Manchester United í þessum mánuði en um er að ræða Brandon Williams (20), Phil Jones (28) og Jesse Lingard (28). (90min)

Newcastle hefur einnig rætt um að fá bakvörðin Djibril Sidibe (28) frá Mónakó. (Foot Mercato)

Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Marcel Sabitzer (26) miðjumann RB Leipzig. Líklegt er þó að félagaskiptin verði í sumar en ekki í þessum mánuði. (Express)

Leeds er með þrjá leikmenn á óskalista sínum í þessum mánuði en félögin sem eiga þá leikmenn vilja ekki selja. (Express)

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, segir að Donny van de Beek eigi að ræða við Ole Gunnar Solskjær en hann hefur einungis byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins síðastliðið sumar. (Sun)

Egypska félagið Al Ahly er hætt við að fá Ahmed Elmohamady (33) frá Aston Villa. (Birmingham Live)

Shrewsbury þarf líklega að gefa leik sinn gegn Southampton í enska bikarnum eftir mörg kórónuveirusmit hjá félaginu. (Guardian)

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að gefa heilbrigðisstarfsfólki frían aðgang að hótelinu á Stamford Bridge. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner