banner
   lau 08. janúar 2022 13:04
Brynjar Ingi Erluson
Alex Þór spenntur að vinna með Túfa - „Mun smellpassa í Öster-umhverfið"
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, tók við sænska B-deildarliðinu Öster á dögunum af Denis Velic en Alex Þór Hauksson ræddi komu hans til félagsins í viðtali við Fótbolta.net.

Alex Þór var keyptur til Öster frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og kom gríðarlega sterkur inn í seinni hluta tímabilsins.

Liðið tapaði aðeins einum leik eftir að hann kom inn í byrjunarliðið eftir sumarfrí og var í baráttu um að komast upp um deild en Velic hætti með liðið eftir tímabilið og fékk Túfa starfið eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Vals síðustu ár.

Alex hitti Túfa í kaffibolla og er mikil spenna fyrir samstarfinu.

„Ég er mjög spenntur. Við erum búnir að máta okkur aðeins saman, hittumst í kaffi og tókum spjallið. Hann er með flottar hugmyndir og flottur karakter sem mun smellpassa inn í Öster-umhverfið," sagði Alex Þór.

„Maður getur ekki verið annað en spenntur. Það er gott að fá inn þjálfara sem talar íslensku og gott að geta farið á móðurmálið og rætt hlutina þar. Hann hefur gert vel og flott tækifæri fyrir hann líka og spenntur fyrir hans hönd. Þetta verður vonandi gott sumar og ef við stöndum okkur vel þá verður þetta gott fyrir alla," sagði hann ennfremur.
Græddi á því að hafa verið pirraður og fúll - „Varð sætara fyrir vikið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner