Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 11:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Svona lítur fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina út
Herra Hnetusmjör fagnar með Breiðabliksliðinu.
Herra Hnetusmjör fagnar með Breiðabliksliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina opinberuð.

Breiðablik ver Íslandsmeistaratitil sinn ef spáin rætist og Víkingur verður þeirra heslti keppinautur um titilinn. En KA og Stjarnan eru ekki langt undan.

Samkvæmt spánni verður FH aftur í neðri helmingnum og Keflavík mun falla ásamt nýliðum HK.

Eins og nafnið gefur skýrt til kynna er mjög ótímabært að vera að spá í deildina núna en þetta er allt til gamans gert.

1. Breiðablik
2. Víkingur
3. Valur
4. KA
5. Stjarnan
6. KR
7. FH
8. Fram
9. ÍBV
10. Fylkir
11. HK
12. Keflavík
Útvarpsþátturinn - Flóttinn frá Keflavík og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner