Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Bergvall með sitt fyrsta mark í sigri á Liverpool
Mynd: EPA

Tottenham 1 - 0 Liverpool
1-0 Lucas Bergvall ('86 )


Tottenham vann dramatískan sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Það kom upp óhugnalegt atvik snemma leiks þegar Rodrigo Bentancur þurfti að fara af velli vegna höfuðmeiðsla þegar hann datt inn á teig Liverpool. Tottenham staðfesti að hann væri með meðvitund og væri í rannsóknum á sjúkrahúsi.

Eftir ótrúlegan 6-3 sigur Liverpool á Tottenham fyrr á tímabilinu mátti búast við hörku leik en staðan var markalaus í hálfleik.

Tottenham var nálægt því að komast yfir þegar Alisson gerði sig sekan um slæm mistök en Virgil van Dijk bjargaði því að Pedro Porro kæmi Tottenham yfir.

Þá gat Trent Alexander-Arnold komið Liverpool yfir en Radu Dragusin bjargaði á línu.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma skoraði Lucas Bergvall sigurmark Tottenham, sitt fyrsta mark fyrir félagið. Arne Slot fékk að líta gula spjaldið í kjölfarið en Kostas Tsimikas var utanvallar þegar markið kom eftir tæklingu frá Bergvall sem var á gulu spjaldi.

Seinni leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 6. febrúar á Anfield.


Athugasemdir
banner
banner