Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 08. janúar 2025 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Á leið á Anfield með Lille í Meistaradeildinni
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er frábær fótboltamaður.
Hákon er frábær fótboltamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon stefnir á stóra hluti í framtíðinni en hann dreymir um stórmót og ensku úrvalsdeildina.
Hákon stefnir á stóra hluti í framtíðinni en hann dreymir um stórmót og ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er kominn aftur á fullt eftir meiðsli. Hann endaði síðasta ár af miklum krafti eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.

Hákon er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem er búinn að finna taktinn í Frakklandi. Stuðningsmenn Lille eru mjög hrifnir af honum og eru einhverjir þeirra á samfélagsmiðlum að líkja honum við Eden Hazard, fyrrum leikmann liðsins.

„Ég er búinn að vera meiðslafrír síðan ég brotnaði í haust. Ég hef verið mjög góður síðan það kláraðist," segir Hákon í viðtali við Ingvar Örn Ákason hjá Livey sem má sjá í spilaranum hér að ofan.

Hákon er á sínu öðru tímabili með Lille og er búinn að venjast lífinu í Frakklandi.

„Þetta er svolítið öðruvísi, maturinn og kúltúrinn. Það er eiginlega enginn hérna sem talar ensku. Maður er búinn að læra þessi helstu orð til að geta farið í búðina og svona. Ég er ekki alveg kominn með frönskuna og veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann ná henni. Ég kann flestu orðin í fótboltafrönskunni. Mér finnst þetta fáránlega erfitt tungumál."

Hann segir það mikinn mun á því að vera leikmaður FC Kaupmannahafnar og Lille.

„Þetta er mun stærra hérna, stærri deild. Við förum alltaf á hótel fyrir hvern einasta leik, líka í heimaleikjum. Í FCK mættum við einum og hálfum tíma fyrir leik. Stærðin á öllu hérna, það er allt risastórt og allt til alls," segir Hákon.

Fara á Anfield
Hákon hefur verið að fá gott hlutverk í liði Lille en framundan eru spennandi leikir þar sem hann og hans félagar takast meðal annars á við Liverpool á Anfield. Sá leikur er í Meistaradeildinni þar sem Lille hefur verið að spila vel.

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur í heimi og besta lið í Evrópu eins og staðan er núna. Þetta er mjög spennandi og margir af vinum mínum eru einmitt Liverpool menn. Ég veit ekki með hverjum þeir ætla að halda. Það kemur í ljós. Það er mjög spennandi að spila á móti svona stóru félagi."

Hákon segir að vinir sínir séu duglegir að koma í heimsókn og kíkja á leiki. Hann fékk skemmtilega beiðni frá einum vini síni fyrir stuttu.

„Einn vinur minn vill að ég taki (Darwin) Nunez treyjuna þegar ég spila á móti Liverpool. Það gæti alveg verið að ég geri það," sagði Hákon léttur.

Stóra markmiðið
Hákon er lykilmaður í landsliðinu og á sér þann draum að fara með íslenska landsliðinu á stórmót. Næsta verkefni er að reyna að komast á HM 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

„Frá því maður var lítill þá hefur maður átt sér þann draum að fara með Íslandi á stórmót," segir Hákon.

„Stóra markmiðið er að ná EM eða HM áður en maður hættir."

„Við eigum alltaf að reyna að komast á stórmót, það þýðir ekkert annað. Riðillinn okkar fyrir HM 2026 er gríðarlega erfiður en þetta leggst vel í mig. Auðvitað er markmiðið að fara á mótið."

Í draumaheimi
Hákon hefur að undanförnu verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í lokin á viðtalinu spurður að því hvernig hann sæi fyrir sér næstu ár á sínum fótboltaferli.

„Ég á þrjú og hálft ár eftir hér, á nóg eftir hér. Ég á enn eftir að sýna mig meira," sagði Hákon.

„Svo er draumurinn alltaf að fara í Premier League og spila þar. Maður hefur alltaf fylgst með ensku deildinni og það er markmiðið."

Ertu að horfa til einhverra félaga þar?

„Ég veit það ekki. Ég held með Manchester United. Það var alltaf draumurinn þegar maður var krakki. Það er svo margt sem spilar inn í. Maður veit aldrei, en ef maður væri í draumaheimi..." sagði Hákon.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Hægt er fylgjast með öllum leikjum hjá Hákoni í frönsku deildinni á Livey.is.
Athugasemdir
banner