Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
   mið 08. febrúar 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Á formaður KSÍ að þiggja laun?
Björn Einarsson ætlar að starfa launalaust ef hann verður kjörinn.
Björn Einarsson ætlar að starfa launalaust ef hann verður kjörinn.
Mynd: Aðsend
Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir hefur gert.
Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir hefur gert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Einarsson og Guðni Bergsson berjast um formanns embætti KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn. Það sem skilur framboð þeirra mest að er að Björn ætlar að starfa launalaust ef hann nær kjöri á meðan Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir Þorsteinsson hefur gert.

Rætt var um málið í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni. Jón Kaldal vill meina að formaður KSÍ eigi að vera í launuðu starfi.

„Þetta er starf sem krefst mikillar athygli og mikillar viðveru. Að því leyti finnst mér ekki góð hugmynd að ætla ekki að þiggja laun fyrir formennskuna. Mér finnst felast skilaboð í því að viðkomandi ætli ekki að sinna þessu af þeirri athygli sem þarf," sagði Jón í sjónvarpsþættinum.

„Við höfum góða reynslu af því að það sé starfandi stjórnarformaður á launum sem sinnir þessu eingöngu. Við eigum að halda því fyrirkomulagi. Hver launatalan er, það er svo allt annað mál."

Telur að Björn hafi gert mistök
Almar Guðmundsson telur að Björn eigi ekki að starfa launalaust ef hann nær kjöri.

„Ég held að hann hafi gert mistök. Ég held að hann hafi farið allt of bratt inn í þessa umræðu. Mér finnst ekki trúverðugt miðað við umfang starfsins að það sé sagt að það sé launalaust. Ég var sjálfur formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár og ég fékk ekki laun fyrir það. Það er partur af því að vera í svona starfi og ég skil svona sjónarmið. Mér finnst þau hins vegar of rómantískt miðað við tilveru KSÍ."

Kolbeinn Tumi Daðason telur að hugmyndir Björns geti gengið upp, með því að styrkja skrifstofu sambandsins eins og Björn hefur talað um.

„Það er hægt að útfæra það þannig en þá er hann ekki go to gæinn á hverjum degi. Hann þarf að styrkja skrifstofuna með einhverjum sem kemur inn með framkvæmdastjóra. Björn myndi þá bara vera þessi sendiherra sem á þarf að halda í viss verkefni. Til dæmis á þing með Norðurlandaþjóðunum, UEFA og FIFA. Mér finnst þetta vera útfærslu atriði. Ef hann vill gera þetta svona, þá er ég sannfærður um að það sé hægt að gera þetta. Þá þarf einhver annar að koma inn líka. Þetta er útfærsla á peningum."

Jón telur að Björn muni á endanum vera í launaðri stöðu hjá KSÍ ef hann vinnur kosninguna.

„Ef Björn ber sigur úr býtum þá held ég að við sjáum hann koma fljótlega inn í einversskonar starf sem er meira heldur en launalaus maður í stjórn. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að þróunin verði öðruvísi en þannig. Þetta er pólítískt starf að mörgu leyti. Þetta er íþrótta pólitík og þú þarft að reka hagsmunabaráttu," sagði Jón.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Kappræður Björns og Guðna úr útvarpsþættinum
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Sjónvarpið: Hefðu getað komið upp kjaftasögur
Athugasemdir
banner
banner