Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 08. febrúar 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Á formaður KSÍ að þiggja laun?
Björn Einarsson ætlar að starfa launalaust ef hann verður kjörinn.
Björn Einarsson ætlar að starfa launalaust ef hann verður kjörinn.
Mynd: Aðsend
Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir hefur gert.
Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir hefur gert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Einarsson og Guðni Bergsson berjast um formanns embætti KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn. Það sem skilur framboð þeirra mest að er að Björn ætlar að starfa launalaust ef hann nær kjöri á meðan Guðni ætlar að þiggja laun líkt og Geir Þorsteinsson hefur gert.

Rætt var um málið í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni. Jón Kaldal vill meina að formaður KSÍ eigi að vera í launuðu starfi.

„Þetta er starf sem krefst mikillar athygli og mikillar viðveru. Að því leyti finnst mér ekki góð hugmynd að ætla ekki að þiggja laun fyrir formennskuna. Mér finnst felast skilaboð í því að viðkomandi ætli ekki að sinna þessu af þeirri athygli sem þarf," sagði Jón í sjónvarpsþættinum.

„Við höfum góða reynslu af því að það sé starfandi stjórnarformaður á launum sem sinnir þessu eingöngu. Við eigum að halda því fyrirkomulagi. Hver launatalan er, það er svo allt annað mál."

Telur að Björn hafi gert mistök
Almar Guðmundsson telur að Björn eigi ekki að starfa launalaust ef hann nær kjöri.

„Ég held að hann hafi gert mistök. Ég held að hann hafi farið allt of bratt inn í þessa umræðu. Mér finnst ekki trúverðugt miðað við umfang starfsins að það sé sagt að það sé launalaust. Ég var sjálfur formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar í sjö ár og ég fékk ekki laun fyrir það. Það er partur af því að vera í svona starfi og ég skil svona sjónarmið. Mér finnst þau hins vegar of rómantískt miðað við tilveru KSÍ."

Kolbeinn Tumi Daðason telur að hugmyndir Björns geti gengið upp, með því að styrkja skrifstofu sambandsins eins og Björn hefur talað um.

„Það er hægt að útfæra það þannig en þá er hann ekki go to gæinn á hverjum degi. Hann þarf að styrkja skrifstofuna með einhverjum sem kemur inn með framkvæmdastjóra. Björn myndi þá bara vera þessi sendiherra sem á þarf að halda í viss verkefni. Til dæmis á þing með Norðurlandaþjóðunum, UEFA og FIFA. Mér finnst þetta vera útfærslu atriði. Ef hann vill gera þetta svona, þá er ég sannfærður um að það sé hægt að gera þetta. Þá þarf einhver annar að koma inn líka. Þetta er útfærsla á peningum."

Jón telur að Björn muni á endanum vera í launaðri stöðu hjá KSÍ ef hann vinnur kosninguna.

„Ef Björn ber sigur úr býtum þá held ég að við sjáum hann koma fljótlega inn í einversskonar starf sem er meira heldur en launalaus maður í stjórn. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að þróunin verði öðruvísi en þannig. Þetta er pólítískt starf að mörgu leyti. Þetta er íþrótta pólitík og þú þarft að reka hagsmunabaráttu," sagði Jón.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Kappræður Björns og Guðna úr útvarpsþættinum
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Sjónvarpið: Hefðu getað komið upp kjaftasögur
Athugasemdir
banner