Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. febrúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Austurlandsmót: Leiknir F. leikið á als oddi
Leiknismenn hafa spilað afskaplega vel í mótinu.
Leiknismenn hafa spilað afskaplega vel í mótinu.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Sindri 1 - 7 Leiknir F.
0-1 Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('9)
0-2 Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('41)
0-3 Mykolas Krasnovskis ('51)
0-4 Stefán Ómar Magnússon (52)
1-4 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('70)
1-5 Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('75)
1-6 Valdimar Brimir Hilmarsson ('86)
1-7 Ólafur Bernharð Hallgrímsson ('91)

Leiknir Fáskruðsfirði vann býsna þægilegan sigur á Sindra í Austurlandsmótinu um helgina.

Ólafur Bernharð Hallgrímsson, strákur fæddur 2004, átti stórleik fyrir Leiknismenn og gerði fernu. Einnig voru Mykolas Krasnovskis, Stefán Ómar Magnússon og Valdimar Brimir Hilmarsson á skotskónum fyrir Leikni.

Kristinn Justiniano Snjólfsson skoraði mark Sindra þegar hann minnkaði muninn í 1-4 á 70. mínútu.

Leiknir hefur spilað afskaplega vel á mótinu og hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa og er liðið með markatöluna 29:3. Sindri er með fjögur stig eftir þrjá leiki og er í öðru sæti.

Leiknir er búið að leika gegn öllum liðum í mótinu en þetta er nýtt æfingamót sem hóf göngu sína á þessu ári. Fram kom í tilkynningu um mótið að fyrst yrði leikið með leikið með deildarfyrirkomulagi en síðar úrslitakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner