Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. febrúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn og Sóley María verða áfram í Laugardal
Álfhildur Rósa.
Álfhildur Rósa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir hefur framlengt samning sinn við Þrótt. Hún er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025. Fyrri samningur átti að renna út eftir komandi tímabil.

Álfhildur hefur verið fyrirliði Þróttar undanfarin ár, hún er uppalin hjá félaginu og lék sína fyrstu leiki í efstu deild árið 2015 á fimmtánda aldursári. Álfhildur er djúpur miðjumaður sem lék í ellefu leikjum á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Hún missti af nokkrum leikjum vegna axlarmeiðsla. Fyrir rúmu ári síðan var hún valin í æfingahóp fyrir U23 landsliðið.

Sóley María Steinarsdóttir, jafnaldra Álfhildar, hefur einnig skrifað undir nýjan samning við félagið. Hún er nú líka samningsbundin út tímabilið 2025.

Sóley er miðvörður sem á að baki 22 yngri landsliðsleiki og einn leik með U23 liðinu á síðasta ári. Á síðasta tímabili lék hún alla átján leiki Þróttar í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner