Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 08. febrúar 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki mörg stærri svið sem maður getur byrjað á"
Miðað við kempurnar sem eru í þessu í félögunum, þá er ekkert gefið að fá svona starf
Miðað við kempurnar sem eru í þessu í félögunum, þá er ekkert gefið að fá svona starf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halli á að baki 254 keppnisleiki í meistaraflokki á Íslandi og var einnig í fimm ár í Noregi og Svíþjóð.
Halli á að baki 254 keppnisleiki í meistaraflokki á Íslandi og var einnig í fimm ár í Noregi og Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er gaman að fá að vinna með svona góðum markmönnum'
'Það er gaman að fá að vinna með svona góðum markmönnum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef átt mjög góð samtöl bæði við Anton og Brynjar um hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér'
'Ég hef átt mjög góð samtöl bæði við Anton og Brynjar um hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst þetta mjög spennandi og of gott til að segja nei við því
Mér fannst þetta mjög spennandi og of gott til að segja nei við því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson var í síðasta mánuði ráðinn markmannsþjálfari Breiðabliks. Er það í fyrsta sinn sem hann sinnir því starfi. Hann kemur til Breiðabliks eftir að hafa verið leikmaður Stjörnunnar síðan 2017. Hann lék ekkert tímabilið 2023 vegna meiðsla.

„Ég var orðinn samningslaus, samningnum mínum er sagt upp hjá Stjörnunni og þeir vissu að ég fengi engan samning annars staðar í minni stöðu á leiðinni í aðra aðgerð. Eftir aðgerðina þá er haft samband við mig frá Breiðabliki og spurt hvort ég hefði áhuga á því að skoða þetta."

„Þessar pælingar hafa alltaf blundað í mér, þó að ég sé ekki með neina gráðu þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á markvörslu og hvernig ég hef sjálfur viljað æfa, mín rútína og svoleiðis. Þegar svona stórt félag eins og Breiðablik býður manni svona starf þá þarf maður að skoða það mjög alvarlega,"
sagði Halli.

„Ég var strax spenntur. Breiðablik var að taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og er með mjög gott umhverfi í kringum hlutina hjá sér. Það eru ekki mörg stærri svið sem maður getur byrjað á sem markmannsþjálfari. Miðað við kempurnar sem eru í þessu í félögunum, þá er ekkert gefið að fá svona starf."

„Þetta voru nokkur samtöl og fundir, svo í byrjun janúar ákvað ég að kýla á þetta. Mér fannst þetta mjög spennandi og of gott til að segja nei við því."


Gaman að byrja á þessu getustigi
Hvernig fer þetta allt saman af stað?

„Mjög vel, báðir markmennirnir eru auðvitað mjög góðir: Anton (Ari Einarsson) og Brynjar (Atli Bragason). Það er gaman að fá að vinna með svona góðum markmönnum, gaman að detta beint inn í þetta getustig og reyna nýta mína reynslu í að hjálpa þeim. Ég er kannski ekki að fara kenna Antoni mjög mikið, hann er búinn að vinna þetta allt saman. Ég reyni að hjálpa honum og geri það sem þjálfarar gera."

„Ég hef átt mjög góð samtöl bæði við Anton og Brynjar um hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér og hvernig þeir vilja æfa. Það er það mikilvægasta í þessu. Ég sá aldrei fyrir mér að koma inn og ætla að kollvarpa öllu sem þeir voru vanir að gera. Ég vildi frekar hlusta á hvernig þeir vilja bæta sig og reyna koma með mínar pælingar inn í þá hluti."


Ertu búinn að hugsa það lengi að verða markmannsþjálfari?

„Nei, alls ekki. Ég var ekkert farinn að hugsa út í það. Ég er ekki búinn að leggja hanskana á hilluna. Ég vitna í orð Hauks Páls sem vitnaði í Óskar Örn, ég ætla ekki að koma með formlega yfirlýsingu um að ég sé hættur núna. Þetta tækifæri, að vinna í þessu umhverfi, það er frábær möguleiki fyrir mig, sérstaklega í þeirri stöðu sem ég er í."

Horfir frekar í mögulega endurkomu 2025
Halli hefur glímt við meiðsli í rúmlega ár og er hann nú í endurhæfingu eftir að hafa farið í aðgerð í nóvember. Hvernig er staðan á markverðinum Halla Björns?

„Staðan er ágæt. Ég er pressulaus að ná mér, tek endurhæfinguna mun hægar en ég væri eflaust að gera ef ég væri á samningi einhvers staðar. Það er engin tímalína, er ekkert að djöflast á æfingum eða svoleiðis, er bara að þjálfa strákana."

„Ég er samningsbundinn Breiðablik út tímabilið 2024 sem markmannsþjálfari og það hefur hug minn allan. Ég er ekki með neina klásúlu um að geta stokkið frá borði einhvern tímann."


En gætir þú spilað annars staðar verandi markmannsþjálfari Breiðabliks?

„Það hefur ekkert verið rætt og ég efast um að það myndi ganga upp miðað við hvernig æfingarnar eru. Ég er á öllum æfingum og leikjum hjá Breiðabliki, þannig ég er ekkert að hugsa um neitt annað. Ég sé bara til hvað tíminn leiðir í ljós."

„Ég horfi frekar í tímabilið 2025, en tíminn þarf að leiða það í ljós hvernig mjöðmin kemur undan vorinu og sumrinu."


Dauðöfundar þá að standa í markinu
Þetta er ekki búinn að vera langur tími með Antoni Ara og Brynjari Atla. En hvað er skemmtilegast við að þjálfa markmenn?

„Það að vinna með topp-topp markmönnum. Anton hefur verið einn besti markmaður deildarinnar mjög lengi og ég hef fylgst vel með honum frá því að ég kom heim [úr atvinnumennsku]. Ég hef öfundað hann af hans árangri. Að fá að vinna með manni sem hefur gert þetta allt saman, heyra hvernig hann sér sína markvörslu og bera það saman við mann sjálfan. Að slíkur gæðaleikmaður hlusti á það sem maður hefur að segja og taki mark á því. Ef að ég get svo hjálpað til með einhverja smámuni í hans leik, næ að gera hann betri, þá væri það mjög gefandi."

„Ég dauðöfunda Anton og Brynjar að standa í markinu á æfingum, fá boltann í sig og vera fyrir. Það er alveg erfitt og kitlar mann alveg, en hausinn er ekki þar núna. Maður reynir að nota orkuna sem maður hefur í að peppa þá áfram,"
sagði Halli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner