Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 13. nóvember 2023 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þurfti aftur í aðgerð - „Hefur aldrei hvarflað að mér að hætta"
Um miðjan ágúst þá ákváðum við að ég myndi hvíla
Um miðjan ágúst þá ákváðum við að ég myndi hvíla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það skemmtilegasta sem ég geri er að djöflast í fótbolta, láta dúndra í mig og vera fyrir
Það skemmtilegasta sem ég geri er að djöflast í fótbolta, láta dúndra í mig og vera fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég samgleðst honum innilega
Ég samgleðst honum innilega
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er helvíti brattur, ligg heima á verkjalyfjum eftir aðra aðgerð," sagði Haraldur Björnsson við Fótbolta.net í dag. Hann var nýkominn úr aðgerð á mjöðm sem hann fór í vegna meiðsla sem hann hefur glímt við undanfarin misseri. Halli, eins og hann er oftast kallaður, lék ekkert í sumar vegna meiðslanna. Hann fór líka í aðgerð eftir tímabilið 2022.

Hann er 34 ára, fyrrum landsliðsmarkvörður og var aðalmarkvörður Stjörnunnar fyrir meiðslin.

„Ég hef ekkert komist af stað, það var eitthvað að sem var að bögga mig ennþá. Það var ákveðið að fara aftur inn í mjöðmina og reynt að græja þetta. Þú þarft að spyrja Örnólf lækni hvað það var sem hann gerði. Hann gerði það sem hann taldi þurfa að gera," sagði Halli á léttu nótunum.

„Ég byrjaði að æfa í júní og var að reyna keyra mig upp, en það náðist aldrei. Ég var alltaf verkjaður, var alltaf eitthvað sem var að bögga mig þannig ég komst aldrei af stað. Þetta var ekki að trufla í daglegu lífi, var bara við mikið álag, og þetta náðist aldrei út. Ég æfði kannski eina æfingu, fann eitthvað smá, en svo á 3.-4. æfingadegi í röð þá var þetta ekki gott og þurfti að hvíla. Það var alltaf eitthvað sem var að bögga mig. Þetta ferli var í einhverja tvo mánuði. Um miðjan ágúst þá ákváðum við að ég myndi hvíla."

Er hugsunin með annarri aðgerð sú að þú vilt taka annað tímabil, eða hvað?

„Það er tilgangurinn með aðgerðinni. Fótboltinn er það sem skemmtilegasta sem ég geri og hugmyndin með þessari aðgerð var alltaf að lengja ferilinn. Það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta. Það skemmtilegasta sem ég geri er að djöflast í fótbolta, láta dúndra í mig og vera fyrir."

Stórkostlegt að ná Evrópusæti
Halli sagði í viðtali fyrr á þessu ári að það væri mjög stressandi að fylgjast með af hliðarlínunni. Þá var Stjarnan í brasi við botn Bestu deildarinnar. Hvernig var að sjá viðsnúninginn sem varð í kjölfarið?
   09.05.2023 15:00
Fór í aðgerð til að lengja ferilinn en óvíst hvenær hann snýr aftur

„Það var algjörlega frábært að sjá þessa breytingu. Það gjörbreyttist allt saman. Þessi gamla klisja, taka einn leik í einu, markmiðið var alltaf að halda hreinu og menn vissu að mörkin kæmu alltaf hinu megin. Sigurleikirnir komu og þetta vatt upp á sig. Jökull var algjörlega frábær, hann nær mjög vel til hópsins. Að klára með Evrópusæti var stórkostlegt."

Frábært að fylgjast með Árna
Hvernig var að fylgjast með Árna Snæ í markinu?

„Það var frábært. Umræðan um Árna hefur verið þannig að hann geti dúndrað svo langt. Núna er loksins kominn í lið þar sem er spilað út frá marki og ég man ekki eftir því að hann hafi verið mikið í því að sparka langt. Ég samgleðst honum innilega."

Halli er samningslaus og mun fylgja leiðbeiningum frá lækni í endurhæfingunni. „Ég ætla bara að reyna koma mér af stað," sagði Halli að lokum.
   13.11.23 15:24
Stjarnan sagði upp samningnum við Halla Björns

Athugasemdir
banner
banner
banner