Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
banner
   lau 08. febrúar 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Sigurmarkið hefði ekki átt að standa
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að sigurmark Harry Maguire í leik liðsins gegn Leicester í enska bikarnum í gær hefði ekki átt að standa.

Manchester United spilaði ekki vel í leiknum en náði að sigra með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í þeim fyrri.

Maguire skoraði á lokasekúndum leiksins með skalla eftir aukaspyrnu frá Bruno Fernandes en það var nokkuð ljóst í endursýningu að hann hafi verið rangstæður, var er ekki nýtt í fjórðu umferð enska bikarsins.

„Þetta var rangstaða. Við ættum að vera með VAR. Það hefði átt að vera hérna til að dæma markið af því þetta er erfitt fyrir andstæðinginn, erfitt fyrir Ruud (van Nistelrooy)," sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner