Búist er við að leikur Armeníu og Íslands fari fram í Armeníu samkvæmt áætlun sunnudaginn 28. mars.
Í fyrrahaust var leikur U21 landsliðs Íslands og Armeníu færður til Kýpur vegna stríðsástands í Armeníu.
Leikurinn fór hins vegar aldrei fram og á endanum voru leikir Armeníu í keppninni þurrkaðir út.
Ísland á að mæta Armenum í undankeppni HM þann 28. mars og eins og staðan er núna fer sá leikur fram í Armeníu samkvæmt áætlun.
„Eins og staðan er núna spila þeir í Armeníu og við gerum ráð fyrir að spila þar. Við erum meðvituð um ástandið þar og leitað okkar ráðgjafar hér heima og hjá UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.
Leikir Íslands í mars
Þýskaland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Armenía - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Liechtenstein - Ísland (miðvikudagur 31. mars)
Athugasemdir