Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að dómarinn hafi verið hrokafullur - „Áttum ekki skilið að tapa"
Emre Can í átökum við leikmenn Chelsea.
Emre Can í átökum við leikmenn Chelsea.
Mynd: EPA
Emre Can, miðjumaður Borussia Dortmund, var verulega pirraður eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Dortmund vann heimaleik sinn gegn Chelsea 1-0 en tapaði 2-0 á útivelli í gær, og er þýska félagið því úr leik.

Sigurmarkið skoraði Kai Havertz úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Hann klikkaði fyrst en vítaspyrnan var endurtekin þar sem leikmenn voru komnir of snemma inn í teiginn.

Can var mjög ósáttur við dómgæsluna í leiknum og kenndi henni um tapið. „Við áttum ekki skilið að tapa, við töpuðum út af dómaranum."

„Ég skil engan veginn af hverju vítaspyrnan var endurtekin. Dómarinn var mjög lélegur og hann var líka hrokafullur í samskiptum sínum."

Salih Ozcan, miðjumaður Dortmund, var mættur of snemma inn í teig og það var hann sem hreinsaði boltann í burtu. Því ákvað hollenski dómarinn, Danny Makkelie, að láta Chelsea endurtaka vítaspyrnuna.

Chelsea verður því í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner