Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. apríl 2020 10:05
Magnús Már Einarsson
Byrjun Íslandsmótsins ennþá óljós
Úr leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ennþá óljóst hvenær stefnt verði á að byrja Íslandsmótið í ár.

Samkomubann er til 4. maí en KSÍ vonast til að geta fundað með fulltrúum í Covid-19 teyminu á Íslandi til að fá frekari svör um það í hvaða skrefum samkomubanninu verði aflétt.

„Eitt af því sem við höfum áhuga á er að hitta fulltrúa þeirra og reyna að kortleggja þessi afléttingaráform," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Við vitum álíka mikið og aðrir um framtíðina. Vonandi getum við byrjað sem fyrst en við verðum að sjá hvað er raunhæft."

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, telur að hægt verði að byrja með skipulagðar íþróttaæfingar í stórum hópum á ný í lok maí eða í byrjun júní en hann sagði frá þessu á RÚV í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner