Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikola Dejan Djuric semur við KV (Staðfest)
Nikola í leik með Haukum síðasta sumar.
Nikola í leik með Haukum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
KV hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 2. deild karla í sumar. Nikola Dejan Djuric hefur samið við félagið en hann kemur frá Breiðablik.

Leikmaðurinn staðfestir þessi tíðindi í samtali við Fótbolta.net.

Nikola Dejan er tvítugur kantmaður og spilaði með Haukum í 2. deildinni í fyrra. Hann átti mjög fínt tímabil þar sem hann skoraði sjö mörk í 19 leikjum fyrir ungt lið Hauka.

Nikola byrjaði sinn feril hjá Hvöt á Blönduósi en færði sig yfir í Breiðablik þegar hann var 11 ára. Nikola fór svo með yngri bróður sínum, Daniel Dejan Djuric, til Midtjylland í Danmörku í lok árs 2018. Hann sneri aftur heim til Íslands í fyrra og gekk í raðir Breiðabliks.

Hann var samningsbundinn Breiðablik út yfirstandandi tímabil en hefur núna fengið félagaskipti í KV sem eru nýliðar í 2. deild. Þetta er eins og fyrr segir mikill liðsstyrkur fyrir KV þar sem Nikola var mjög öflugur í þessari deild í fyrra.

KV hefur leik í 2. deild á morgun með heimaleik gegn Magna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner