Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2022 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Ekki byrjaðir að hugsa um sumarfríið - „Við erum ekki mættir á ströndina"
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, vildi fullvissa stuðningsmenn félagsins að leikmenn væru ekki byrjaðir að hugsa um að komast í sumarfrí eftir að liðið tapaði fyrir Englandsmeisturum Manchester City í dag, 5-0.

Sigur Man City var öruggur og þægilegur en Newcastle átti þó nokkrar rispur inn á milli og hefði liðið alveg getað laumað inn í marki og þá sérstaklega undir lok leiks en Callum Wilson fór illa að ráði sínu.

Newcastle er í 13. sæti með 43 stig en hefur náð ótrúlegum árangri undir stjórn Howe.

„Við byrjuðum mjög ve og reyndum að vera jákvæðir. Við vildum sýna smá grimmd en ekki vera of áhyggjufullir. Við reyndum að hafa jafnvægið í lagi. Við gerðum einstaklingsmistök og okkur var refsað fyrir þau."

„Við þurfum að finna leið til að veita samkeppni í svona leikjum og ná í úrslit. Væntingarnar verða aðeins öðruvísi á næsta tímabili og við þurfum að aðlagast þeim kröfum."

„Ég get fullvissað alla um að við erum ekki byrjaðir að hugsa um að komast á ströndina. Við vorum að spila við tvö heimsklassalið og töpuðum,"
sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner