,,Ég er gríðarlega sáttur við sigurinn. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að ná þremur stigum í dag og koma okkur upp úr kjallaranum," sagði Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfyssinga eftir 1-0 sigur á Tindastóli í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 0 Tindastóll
,,Það gerði þetta svolítið stressandi að ná ekki marki númer tvö. Við fengum færin til þess og þá er þetta alltaf hættulegt."
Joseph Yoffe skoraði sigurmark Selfyssinga en hann fór meiddur af velli undir lokin.
,,Ég held að þetta sé ekki alvarlegt. Hann var frábær í dag og það væri slæmt að missa hann en ég vona að þetta sé ekki alverlegt og hann verði klár í næsta leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir