Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. júní 2020 10:15
Magnús Már Einarsson
Prófuðu VAR búnað í leik KR og Víkings
Bjartsýni á VAR á Íslandi í framtíðinni
Búnaðurinn í Vesturbæ í gær.
Búnaðurinn í Vesturbæ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik KR og Víkings R. í Meistarakeppni KSÍ var búnaður fyrir VAR prófaður. Um er að ræða búnað frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ. Búnaðurinn var prófaður en VAR var þó ekki í notkun í leiknum sjálfum. Dómarateymið var ekki í sambandi við búnaðinn og hann var ekki notaður til að taka ákvarðanir í leiknum.

„Við vorum að kanna það hvort búnaðurinn sem OZ hefur verið að framleiða virkaði. Eftir því sem ég best veit þá kom þetta vel út. Þetta var líka gert fyrir OZ til að ná sjá hvar þeir standa með sinn búnað. Auðvitað munum við njóta góðs af því þegar fram líða stundir. Það voru engin atvik sem voru athuguð aftur nema til að sjá hvernig búnaðurinn virkaði," sagði Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þóroddur segir að bjartsýni sé á að hægt verði að taka upp VAR í íslenska boltanum í framtíðinni.

„Vonandi munum við sjá þetta hjá okkur fyrr en seinna en það mun aldrei gerast í sumar. Við erum á fullu að reyna að koma þessu í gang en þetta er rosalega langt ferli. Það væri bylting ef þetta OZ kerfi virkar. Þetta er miklu ódýrari í notkun en kerfin sem eru í boði á meðan gæðin eru sambærileg ef ekki betri."

„Ef þetta gengur allt upp þá getum við byrjað að þjálfa dómarana okkar. Það tekur mjög langan tíma og er langt ferli. Við erum með puttann á púlsinum og erum að skoða þetta af alvöru. Við vliljum vera fremstir í flokki í öllu hvort sem það eru leikmenn eru dómarar. Við viljum vera í hæsta gæðaflokki," sagði Þóroddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner