Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 08. júní 2021 18:52
Fótbolti.net
Þrír í Lengjudeildinni dæmdir í tveggja leikja bann
Lengjudeildin
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í dag en þrír leikmenn í Lengjudeild karla voru dæmdir í tveggja leikja bann, þar af tveir í Víkingi Ólafsvík.

Kareem Isiaka sló til mótherja í 2-2 jafntefli Ólafsvíkinga gegn Þór og fær tveggja leikja bann og þá fékk Emmanuel Eli Keke einnig rautt í leiknum en hann var að fá sína aðra brottvísun á tímabilinu.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, leikmaður Kórdrengja, missti stjórn á skapi sínu í 2-2 jafnteflisleik gegn ÍBV og fær einnig tveggja leikja bann.

Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, er á leið í eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga og leikmaður Gróttu, Halldór Kristján Baldursson, fer í eins leiks bann en hann fékk rautt í 2-2 jafntefli gegn Þrótti.

Þá fékk Sindri Þór Sigþórsson, varamarkvörður Aftureldingar, eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í látunum eftir 2-2 jafnteflið gegn Fjölni.

Hér má sjá úrskurð aganefndar frá því fyrr í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner