Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júní 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Fótboltamyrkur á björtu sumarkvöldi í Færeyjum
Mynd: in.fo
„Ljóst summarkvøld og svart fótbóltsmyrkur - Í kvøld varð føroyskur fótbóltur í altjóða høpi bumbaður langt aftur í tíðina," segir fyrirsögn færeyska miðilsins in.fo eftir 0-1 tap Færeyja gegn Lúxemborg í Þjóðadeildinni.

Færeyska liðið fékk tvö rauð spjöld og sagt að írski dómarinn Rob Hennessy hafi ekki ráðið vel við leikinn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Færeyjar tapa gegn Lúxemborg og talað um þetta sem svart kvöld í færeyska boltanum. Gunnar Nielsen, markvörður FH, fær þó hrós en hann var ljós punktur í frammistöðunni.

Vonbrigðin eru sögð gríðarleg og mun meiri en eftir 4-0 tap gegn Tyrklandi um síðustu helgi.

Svíinn Håkan Ericson sem þjálfar færeyska landsliðið fær sinn skerf af gagnrýni og spurningamerki er sett við liðsval hans. Öflugir leikmenn með sköpunarmátt voru látnir byrja á bekknum.

Auk Gunnars var Hallur Hansson, miðjumaður KR, í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 77. mínútu. Patrik Johannesen hjá Keflavík var ónotaður varamaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner