Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. júní 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Reynir og Kormákur/Hvöt með sigra - Árbær vann nágrannaslaginn
Kristófer Páll var hetja Reynismanna.
Kristófer Páll var hetja Reynismanna.
Mynd: Reynir Sandgerði
Árbæingar hafa farið vel af stað sem nýliðar.
Árbæingar hafa farið vel af stað sem nýliðar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víðir var með þriggja stiga forystu á toppi 3. deildarinnar fyrir sjöttu umferðina í gær. Víðir tók á móti Magna og komst yfir eftir tæplega klukkutíma leik. Magni fékk hins vegar vítaspyrnu undir lok leiksins og Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði metin og tryggði Magna jafntefli.

Reynir Sandgerði og Kormákur/Hvöt gátu því minnkað bilið á toppnum niður í eitt stig. Reynir heimsótti KFS til Eyja en staðan var markalaus í hálfleik. Reynir komst yfir snemma í síðari hálfleik og það reyndist eina mark leiksins. Kormákur/Hvöt lagði Ými einnig 1-0 þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var til leiksloka.

Elliði og Árbær áttust þá við í nágrannaslag þar sem Árbær skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Árbær, sem eru nýliðar í deildinni, hafa farið vel af stað og eru tveimur stigum frá toppnum.

Þá jafnaði Augnablik metin gegn ÍH í uppbótartíma eftir að hafa misst tvo af menn af velli með rautt spjald. Níu leikmenn Augnabliks sýndu þar mikin karakter.

Hægt er að sjá öll úrslitin frá því í gær hér fyrir neðan.

Víðir 1 - 1 Magni
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('59 )
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('87 , Mark úr víti)

Elliði 2 - 3 Árbær
1-0 Daníel Steinar Kjartansson ('13 )
1-1 Andi Andri Morina ('33 )
2-1 Hlynur Magnússon ('51 )
2-2 Nemanja Lekanic ('67 )
2-3 Markús Máni Jónsson ('90 )

ÍH 2 - 2 Augnablik
0-1 Hrannar Bogi Jónsson ('2 )
1-1 Kristján Ólafsson ('31 )
2-1 Kristján Ólafsson ('54 )
2-2 Freyr Snorrason ('90 )
Rautt spjald: ,Andri Már Strange , Augnablik ('66)Brynjar Óli Bjarnason , Augnablik ('69)

KFS 0 - 1 Reynir S.
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('54 )

Ýmir 0 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Alberto Sánchez Montilla ('84 )

Kári 2 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('51 )
1-1 Guðjón Ingi Pétursson ('85 )
2-1 Nikulás Ísar Bjarkason ('87 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner