
Hamsik fékk köku frá Trabzonspor þegar hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Miðjumaðurinn Marek Hamsik er í landsliðshópi Slóvakíu sem býr sig undir að mæta Íslandi á Laugardalsvelli þann 17. júní. Óvænt er að Hamsik sé með hópnum en hann var búinn að leggja skóna á hilluna.
Hamsik, sem er 35 ára, er marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu Slóvakíu og er þekktastur fyrir ár sín hjá Napoli þar sem hann var algjör lykilmaður.
Hamsik, sem er 35 ára, er marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu Slóvakíu og er þekktastur fyrir ár sín hjá Napoli þar sem hann var algjör lykilmaður.
Hann kvaddi landsliðið í nóvember á síðasta ári en svaraði kallinu þegar Francesco Calzona landsliðsþjálfari bað hann nú um að taka skóna fram að nýju og vera með liðinu í komandi leikjum, gegn Íslandi og Liecthenstein.
Calzona segist hafa haft samband við Hamsik í ljósi þess að leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða.
„Hann svaraði því að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa. Ég er þakklátur honum," segir Calzona en síðustu ár ferilsins var Hamsik hjá Trabzonspor í Tyrklandi.
Þetta verða síðustu tveir leikir Hamsik á ferlinum en búist er við því að hann fari svo inn í þjálfarateymi landsliðsins.
Mikil reiði var í Slóvakíu þegar liðið hóf undankeppni EM á jafntefli gegn Lúxemborg en liðið svaraði svo með því að vinna Bosníu 2-0.
Athugasemdir