Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 08. júní 2023 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúleg áhrif sem Messi hefur á Instagram
Lionel Messi er með 469 milljónir fylgjenda á Instagram. Til samanburðar er portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo með 588 milljónir fylgjenda.
Lionel Messi er með 469 milljónir fylgjenda á Instagram. Til samanburðar er portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo með 588 milljónir fylgjenda.
Mynd: EPA

Fylgjendatölur Paris Saint-Germain og Inter Miami á Instagram hafa vakið mikla athygli í kringum félagsskipti argentínsku goðsagnarinnar Lionel Messi.


Vinsældir Messi eru gríðarlegar á heimsvísu og hafa rúmlega tvær milljónir manna hætt að fylgja Instagram aðgangi Frakklandsmeistara PSG eftir að Messi yfirgaf félagið.

Það voru rétt rúmlega 70 milljón fylgjendur áður en Messi fór, en núna eru fylgjendurnir 67,7 milljónir.

Inter Miami er aftur á móti farið úr einni milljón fylgjenda og upp í sex milljónir fylgjenda á rétt rúmum sólarhringi frá því að Messi var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Þessar nýju fylgjendatölur gera félagið að því langvinsælasta í bandaríska fótboltaheiminum og víðar.

Ekkert félag úr bandarísku NHL (íshokkí), NFL (amerískur fótbolti), MLB (hafnabolti) eða MLS deildunum er með yfir 5 milljónir fylgjenda.


Athugasemdir
banner