Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, er að ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni.
Þessi 35 ára gamli Argentínumaður hefur leikið með PSG frá 2021 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona. Núna mun hann líklega klára ferilinn í Bandaríkjunum.
Það er talað um að þessi skipti gætu breytt bandarískum fótbolta til frambúðar. Þessi skipti munu stækka MLS-deildina og bandarískan fótbolta í heild sinni.
Til þess að landa Messi þá þarftu að borga nokkuð vel, en það er athyglisvert að Inter Miami mun ekki borga öll launin hans.
Það er talið að öll félögin í MLS-deildinni hafi verið sammála um það hversu stórt það væri að fá Messi í deildina, og hafi því ákveðið að hjálpa við fjárhagslega pakkann. Þau sjá að þessi skipti geti stækkað alla auglýsingasamninga og þess háttar.
Apple, tæknirisinn sem var að skrifa undir stóran samning til þess að sýna frá deildinni, kemur til með að bjóða Messi að fá hluta af streymistekjum sínum og þá er Adidas, sem hefur unnið lengi með Messi og er í samstarfi við deildina, einnig að koma að launakostnaðinum.
Þá er fjallað um það hjá The Athletic að Messi muni bjóðast sá möguleiki að kaupa félag í MLS-deildinni þegar leikmannaferlinum er lokið. David Beckham fékk líka þann möguleika þegar hann kom í deildina á sínum tíma og á hann núna hlut í Inter Miami, félaginu sem Messi er að semja við.
Þetta ætti því að vera fjárhagslega sterkur samningur fyrir Messi en hann hafnaði risa tilboði frá Sádí-Arabíu til að fara til Miami. Það er talið að Messi hafi ekki verið spenntur fyrir þeirri tilhugsun að flytja með fjölskyldu sína til Sádí-Arabíu.
???????? Included in Lionel Messi's deal with Inter Miami:
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 7, 2023
?? Percentage on subscriptions to the MLS Season Pass from APPLE TV, paid directly by APPLE
?? Percentage of Inter Miami shirt sales, paid directly by Adidas
?? Possibility of acquiring an MLS franchise at the end of his… pic.twitter.com/liWC0wgDt8
Athugasemdir