Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle býður í leikmann sem var á Wembley í gær
Mynd: EPA
Newcastle hefur boðið í James Trafford markvörð Burnley. Frá þessu greina enskir miðlar í dag.

Trafford lék flesta leiki Burnley á tímabilinu, þótti ekki standa sig vel og missti sætið sitt í byrjunarliðinu. Hann kom til Burnley frá Manchester City og eftir að hafa blómstrað með U21 landsliðinu.

Sagt er að tilboðið sé í kringum 15-16 milljónir punda og er búist við því að Burnley hafni tilboðinu. Viðræður milli félagana eru í gangi. Burnley greiddi 15 milljónir fyrir Trafford í fyrra.

Newcastle vill fá inn mann til að berjast við Nick Pope um markvarðarstöðuna.

Trafford var í 33 manna landsliðshópi Englands sem valinn var til æfinga fyrir EM. Hann var á bekknum gegn Íslandi í gær en hann var einn af sjö leikmönnum sem misstu af sæti í lokahópnum og fer ekki með til Þýskalands.
Athugasemdir
banner
banner
banner