Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney: Sást hversu mikill missir er að Maguire
Icelandair
Slæm frammistaða hjá Englandi í gær. Landsliðsþjálfarinn þarf að finna lausnir.
Slæm frammistaða hjá Englandi í gær. Landsliðsþjálfarinn þarf að finna lausnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Kvöldið sýndi hversu mikilvægur Harry Maguirer er fyrir þetta enska lið og hversu mikill missir er að honum fyrir hópinn," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn Wayne Rooney á Channel 4 í gær.

Harry Maguire hefur verið lykilmaður í enska landsliðinu síðustu ár en hann er ekki í hópnum sem fer á EM vegna meiðsla.

Maguire er leiðtogi aftast á vellinum en nú eru færri slíkir. Á sama tíma er hann ansi öflugur í loftinu og sýndi það sig í tvígang að Ísland ógnaði talsvert eftir hornspyrnur.

Þeir John Stones, Ezri Konsa, Marc Guehi, Lewis Dunk og Joe Gomez eru miðverðirnir í hópnum. Af þeim er Stones sá eini sem er með alvöru landsliðsreynslu.
Athugasemdir
banner
banner