„Kvöldið sýndi hversu mikilvægur Harry Maguirer er fyrir þetta enska lið og hversu mikill missir er að honum fyrir hópinn," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn Wayne Rooney á Channel 4 í gær.
Harry Maguire hefur verið lykilmaður í enska landsliðinu síðustu ár en hann er ekki í hópnum sem fer á EM vegna meiðsla.
Harry Maguire hefur verið lykilmaður í enska landsliðinu síðustu ár en hann er ekki í hópnum sem fer á EM vegna meiðsla.
Maguire er leiðtogi aftast á vellinum en nú eru færri slíkir. Á sama tíma er hann ansi öflugur í loftinu og sýndi það sig í tvígang að Ísland ógnaði talsvert eftir hornspyrnur.
Þeir John Stones, Ezri Konsa, Marc Guehi, Lewis Dunk og Joe Gomez eru miðverðirnir í hópnum. Af þeim er Stones sá eini sem er með alvöru landsliðsreynslu.
Athugasemdir